Umsagnir frá gestum
Ferðalag fullt af trausti, kærleik og nærveru
Ég er endalaust þakklát fyrir tíma okkar saman, ferðalag fullt af trausti, kærleik og nærveru sem þú gafst mér. Einhversstaðar innra með mér er ÉG dansandi og syngjandi. Sálin mín er vöknuð aftur til lífsins, og mig svimar af þessari nýju orku.
Það sem ég upplifði í gær var hvernig orkan í gegnum hendurnar þínar voru að skapa líkama minn. Allar hreyfingar sem ég gerði voru ekki mínar. Það var orkan sem hreyfði mig og það eina sem ég gat gert var að fylgjast með. Mér fannst það mjög spennanndi að upplifa sjálfa mig.
Hjá þér fann ég hvernig ég kom heim. Heim sem ég einu sinni átti í fanginu hjá foreldrum mínum. Ég gat ekki talað allan tímann bæði í gærkvöldi og í morgun. Það komu ekki orð í hugann hvernig ég á að lýsa tilfinningum mínum því þær eru svo nýjar. Ég fann að hálsinn var lokaður. Ég gat og get ekki talað. Já og nei er allt sem ég get. En þessi staður er á sama tíma að veita mér svo mikinn frið og ró.
Jónas, þú ert að leiða mig heim.
LS, 33