Tantra nudd fyrir konur

Munúðarfull upplifun, slökun á huga og líkama. Ferðalag og flæði um innri veröld þíns kvenleika, stutt af alúð, nánd og vitund.
Tantra nudd hefur djúpstæð áhrif á líkamlega, tilfinningalega og andlega velferð okkar. Enduruppgötvaðu tengingu við líkama þinn, kannaðu og tjáðu eigin kvenleika og upplifðu  himneska innri vitund.

Lögmál Tantra

Tantra nudd er byggt á lögmálum Tantra jóga, andlegrar leiðar sem færir okkur verkfærin og skilninginn til að rækta og dýpka tenginguna við sjálfið, koma reiðu á hugann og að losna úr fjötrum efnisheimsins.

Tantra er andleg leið sem gefur okkur tól og aðferðir við að skilja og upplifa tengingu vísindanna og andlegrar leiðar. Það að þekkja sjálf okkur betur, gerir okkur kleift að skilja hinn ytri heim. Tantra kennir okkur að lifa lífinu til fullnustu, í vitund og af hugrekki. Tantra afneitar engu í hinni mannlegri tilveru og færir okkur tólin og þekkinguna til að gera allar upplifanir og kringumstæður að tækifæri til innri umbreytinga og persónulegs þroska.

Snerting í vitund og af alúð

Nudd sem byggir á lögmálum Tantra er allt í senn líkamleg, orkuleg og tilfinningaleg upplifun. Af einstakri alúð, og í fullri vitund er orkunni stöðugt lyft upp að hinu himneska, opnun og lífsins frelsi.

Tantra nudd styður við að ná djúpri slökun, losa andlega og líkamlega spennu og aukna getu til að upplifa djúpstæða nautn í gegnum skynfærin okkar. Snerting af þeirri vitund sem fylgir nuddinu getur hjálpað til við að heila tilfinningaleg áföll sem leiðir til aukins sjálfstrausts, sjálfsástar og aukins lífskrafts.

Með vitund og af alúð mæti ég þér þar sem þú ert stödd. Þú færð tíma og rými til tengjast eigin líkama, munúð og kvenlegum eiginleikum.

Vegna þeirra nándar sem skapast í nuddinu þá vinn ég aðeins með konum sem hafa náð 18 ára aldri. Vinsamlega lestu áfram fyrir nánari upplýsingar um að taka á móti Tantra nuddi.

Uppbygging tímans og við hverju er að búast

Hvert nudd sem þú þiggur er sem ný og einstök upplifun. Ferðalag um þína dásamlegu og kvenlegu veröld.

Við komu

Í upphafi tímans þá tökum við um 20-30 mínútna samtal. Ef þú ert að koma í fyrsta skipti þá útskýri ég hvernig nuddið fer fram á ýtarlegri hátt, hvernig þú getur tekið á móti snertingunni í vitund og svara þeim spurningum sem þú hefur. Við ræðum þínar þarfir og leyfum því sem þarfnast athygli að koma upp á yfirborðið. Ég sýni þér nuddherbergið og það er aðstaða til að fara í sturtu fyrir nuddið. Þér er líka velkomið að koma undirbúin.

Rýmið

Ég er með tileinkað nuddherbergi á heimili mínu í Reykjavík þar sem þú ert örugg að kanna þína innri tilveru, tilfinningar og að tjá þinn kvenleika. Tónlist, lykt og mjúk lýsing styðja við slökun og ferðalag inn á við. Ég nota lyktarlausa kókosolíu við nuddið.

Tantra nuddið

Hvert einasta tantra nudd er einstök upplifun þar sem orkan og flæðið opnast á leyndardómsfullan hátt. Hjarnæmar tilfinningar geta komið upp á yfirborðið eða þær birtast sem áminning um hluta af þinni veru sem þarfnast athygli. Þú gætir upplifað gleði, nautn, dofa, tilfinningar, djúpstæða slökun á hug og líkama. Tantra nudd getur verið jarðtengjandi, hlaðið erótík, hjartaopnandi, veitt innblástur og verið himnesk tenging við sálina.

Yoni nuddið

Heilnuddið er í raun undirbúningur fyrir Yoni nudd. Í samtalinu okkar útskýri ég hvernig þetta innilega nudd fer fram og kanna hvort þú viljir slíkt nudd. Ég spyr þig skýrt bæði í samtalinu og áður en við byrjum í nuddinu sjálfu. Það er engin pressa á þér og ef þú velur að þiggja það ekki, þá færðu einfaldlega meira af dásamlegu heilnuddi.

Það er ítarlegri lýsing á yoni nuddi neðar á síðunni.  

Að nuddi loknu

Þegar nuddinu lýkur þá færð þú tíma til að koma ljúflega til baka í líkama, stað og stund. Ég færi þér vatn, ávexti eða súkkulaði og ef þú finnur löngun og þörf þá ræðum við það sem kom upp hjá okkur í nuddinu.

Tantra nudd og hjartnæm snerting í núvitund getur hjálpað til við að losa um gömul sár, skömm og hræðslu. Tantra nudd styður þig við að komast í tengsl við þitt sanna sjálf, sem leiðir til dýpri lífsfyllingar og innri friðar.

Yoni nudd – hjarta Tantra nuddsins

Yoni er Sanskrít og hefur margar merkingar. Meðal annars að Yoni er uppruni allrar sköpunar og grunnstoð sköpunarkraftsins. Kjarni töfranna í manneskjunni.

Yoni nuddið er oft kallað hjarta upplifunarinnar í Tantra nuddi, þar sem heilnuddið er undirbúningur þess. Yoni nuddið er djúpstæður leiðangur um öll lög þinnar innri veru, leið að hjartanu og færir þig nær sálinni og þeim sköpunarkrafti sem býr innra með þér.

Áhersla er lögð á að lyfta orkunni á æðra tilverustig, frá hinu kynferðislega til Eros, af alúð, ást og að veita stuðning fyrir innri heilun. Með forvitni og opnun, laus við væntingar og án þess að áfellast það sem birtist, skapast rými fyrir djúpstæðar tilfinningar og himneskar nautnir.

Viðhorfið og sú nálgun sem við leggjum áherslu á í Yoni nuddinu er að þetta er könnunarferð frekar en líkamleg örvun. Með því að vera tilbúin til að mæta öllu sem kemur upp – tilfinningum, óþægindum sem og fullnægingarástandi – þá ertu tilbúin til að opna þína innri veru skilyrðislausri ást.  

Verðlisti

From a 60 minute introduction and relaxing massage, to a longer journey – exploring your feminine essence.

90
mínútur
  • Samtal fyrir nudd
    (~20 mínútur)
  • 1,5 klst. nudd
  • Án
    Yoni nudds
  • Slökun eftir nudd
    (~20 mínútur)
  • Heildartími
    ~2,5 klst.
25.000
kr.
120
mínútur
  • Samtal fyrir nudd
    (~20 mínútur)
  • 2 klst. nudd
  • Möguleiki á
    Yoni nuddi
  • Slökun eftir nudd
    (~20 mínútur)
  • Heildartími
    ~3 klst.
33.000
kr.
150
mínútur
  • Samtal fyrir nudd
    (20-30 mínútur)
  • 2,5 klst. nudd
  • Möguleiki á
    Yoni nuddi
  • Slökun eftir nudd
    (20-30 mínútur)
  • Heildartími
    ~3,5 klst.
41.000
kr.
180
mínútur
  • Samtal fyrir nudd
    (20-30 mínútur)
  • 3 klst. nudd
  • Möguleiki á
    Yoni nuddi
  • Slökun eftir nudd
    (20-30 mínútur)
  • Heildartími
    4 - 4,5 klst.
49.000
kr.

60 minutes

We focus on relaxation in awareness and building trust in the conscious touch. The potential for nudity and an intimate massage with a stranger is intimidating to some. This 60 minute massage may be considered the first step to discover yourself and an opportunity to relax and open to the experience.

90 minutes

We expand the massage experience with more dynamism and time for you to explore your inner universe. Feel the awakening of sensuality in your entire body and relax even deeper into yourself. This massage does not include a Yoni massage.

+120 minutes

Two hours or more of an elevating erotic experience which may include a Yoni massage. We will discuss this potential during our initial talk, and I offer you again a clear choice before we go on this path of profoundly intimate touch.

Spurningar og svör

Hér eru nokkrar spurningar sem gætu komið upp áður en þú bókar Tantra nudd. Endilega sendu mér línu ef þú hefur aðrar spurningar áður en þú bókar tíma.

Hver getur þegið Tantra nudd?

Tantra nudd er dásamleg leið fyrir alla að komast í dýpri tengsl við sjálfið. Nuddið sem ég býð upp á er gefið af alúð, í líkamlegri og orkulegri nánd og er aðeins fyrir konur sem hafa náð 18 ára aldri.

Hvernig undirbý ég mig fyrir nuddið?

Þú ert velkomin eins og þú ert, en það er gott að þú gefir þér smá tíma áður til að ná innri ró og setja þér ætlun fyrir nuddið. Hvað er það sem þig langar að kanna í þinni innri veru í gegnum þessa reynslu? Það er gott að borða ekki um það bil tveimur klukkustundum fyrir nuddið.

Ég mæli einnig með því að þú gefir þér góðan og rólegan tíma með sjálfri þér eftir nuddið til að ná utanum upplifunina. Áhrif og uppgötvanir geta komið upp á yfirborðið á meðan nuddinu stendur eða klukkutímum og dögum síðar.

Lausir tímar fyrir nudd

Tímar hefjast frá klukkan 9 til 12 og frá 17 til 21 mánudaga til laugardaga.

Það er sjálfsagt að bóka með stuttum eða löngum fyrirvara. Þegar þú bókar, vinsamlega taktu fram hvaða dagar henta þér, tími og lengd nuddsins.

Hvar er fer nuddið fram?

Ég hef sér herbergi fyrir nuddið á heimili mínu í Drekavogi, 104 Reykjavík. Það getur verið krefjandi að koma í fyrsta skipti inn á ókunnugt heimili til manns sem þú þekkir ekki fyrir svo nána upplifun, en ég vona að það sé ekki óyfirstíganlegt. Ég er hér til að styðja þig á þinni leið og hef vandað mig við að skapa þægilegt, rólegt og öruggt umhverfi.

Erum við klædd eða nakin í nuddinu?

Þú ert nakin í nuddinu og ég klæðist boxer buxum. Það er ekki í boði að ég sé nakinn.

Tantra nudd er kærleiksríkt heilnudd og náin upplifun. Það fer með okkur þangað sem við erum í fullri vitund, berskjölduð og þar sem við getum stigið inn í uppruna ástarinnar innra með okkur. Í nuddinu er lögð áhersla á snertingu, nánd og hjartatengingu.

Ef nekt og nánd er krefjandi fyrir þig, en þig langar til að yfirstíga þá orku, þá tek ég tillit til þess í nuddinu. Við ræðum það þegar þú pantar tíma eða í samtalinu fyrir nuddið, hvernig ég get stutt þig í að stíga nær eigin kvenlega frelsi.

Hvar lærðirðu að gefa Tantra nudd?

Ég útskrífaðist sem Tantra nudd þerapisti árið 2022 frá Tantra Temple í Danmörku. Það var krefjandi nám sem tók rúm þrjú ár, kennt af reyndum Tantra kennurum og þerapistum sem hafa tileinkað líf sitt að miðla fornri vitneskju Tantra vísindanna. Tantra og að gefa Tantra nudd er mín andlega leið.  

Fyrir nánari innsýn í námið og nálgun Tantra Temple í Danmörku, hvet ég þig til að lesa yfir námskránna og vef þeirra almennt.

Þarf ég að vita eitthvað um Tantra áður en ég fæ nudd?

Þú getur þegið Tantra nudd án þess að vita nokkuð um Tantra eða andlega vegferð almennt. Grundvallaratriði í Tantra er að "Tantra hefst þar sem þú ert" og ég tek á móti þér þar sem þú ert stödd á þinni leið, nær hinu sanna sjálfi.

Ég er í ástarsambandi. Er rétt að þiggja Tantra nudd?

Orkan sem flæðir í nuddinu snýst ekki um leynd, kynlíf eða tælingu. Nuddið er nánd gefin á munúðarfullan hátt þar sem fókusinn er að fíngera og lyfta upp erótísku orkunni, inn í hjartastöðina og á æðri tilverustig. Athyglin er á þér, þinni líðan og að styðja við þitt innra ferðalag. Þú gætir fyllst innblæstri fyrir djúpstæðari upplifunum, sem hafa áhrif á þína líðan og þitt ástarlíf.

Ég hvet þig til að ræða þína líðan og langanir við þinn heittelskaða.

Ég er ennþá óviss um að upplifa Tantra nudd

Tantra nudd er fyrir alla, en nálgun, þekking og orka sem hver þerapisti býr yfir er persónubundin. Hvert nudd er einstök upplifun þar sem óteljandi forsendur og innra ástand koma saman. Ég hvet þig til að velja þinn nuddara/þerapista af kostgæfni og í vitund. Hugleiddu þessa ákvörðun, hlustaðu á innsæið og ekki trúa öllu sem hugurinn segir. Framkvæmdu af hugrekki og stígðu inn í dásemdir hins óþekkta.

Þér er velkomið að senda mér tölvupóst ef þú hefur spurningar eða áhyggjur. Það eru engar rangar spurningar. Að auki hvet ég þig að lesa greinar á vef Tantra Temple í Danmörku fyrir dýpri innsýn í heim Tantra nuddsins. Ég deili þeirra sýn á persónulega þróun og gjafir Tantra nuddsins.

Ég er hér þegar þú ert tilbúin.

Bókanir

Konur frá 18 ára aldri eru velkomnar að bóka tíma í nudd með símtali, textaskilaboðum eða tölvupósti. Vinsamlega lestu spurningar og svör fyrir nánari upplýsingar.
sími 791 7979
jonas@ljosvikingur.is