Upplifðu dásemdir eigin kvenleika

Tantra nudd fyrir konur. Undursamlegt ferðalag um þína innri veröld, í forgrunni hjartnæmrar snertingar.

Summer Delight discounts

Please enjoy a 15-25% discount of your Tantra massage during the months of June, July and August 2024.

Áhrif tantra nudds

Tantra nudd getur haft djúpstæð áhrif á líkamlega og tilfinningalega líðan og er ætlað að styðja við andlegt ferðalag sálarinnar. Nánd, snerting og orka er í bakgrunni alúðar, virðingar og vitundar.
  • Djúpt slökunarástand í núvitund
  • Vitundarvakning um öll skynfæri
  • Rækt við erótískar upplifanir
  • Aukin geta til að upplifa nánd
  • Jafnvægi náð í orkukerfi líkamans
  • Skref í átt opnunar, ástar og lífskrafts
  • Nánari tengsl við eigin kvenleika

Hæ, ég heiti Jónas

Mín trú er sú að við þroskumst sem andlegar verur í gegnum upplifanir þessa lífs. Tilgangur lífsins er sjálfsrækt, að hafa hugrekki til að horfa inn á við og með vitund, takast á við þær áskoranir sem okkur eru sendar. Eftir bestu getu nýti ég þau verkfæri og tileinka mér þau undirstöðuatriði sem Tantrafræðin bjóða upp á. Tantra er mín andlega leið – í blíðu og stríðu.

Ég er menntaður hjá Tantra Temple í Danmörku þar sem ég upplifði allt frá krefjandi persónulegum áskorunum til djúpstæðra andlegra opnana. Þetta rúmlega þriggja ára nám færði mér gjafir vakningar á huga, líkama og sál. Þessu námi líkur aldrei, því í gegnum hvert einasta og einstaka nudd skín spegillinn skært.

Árþúsundagömul tantrísk vísindi eiga vel heima í nútíma samfélagi og að mínu mati nauðsynleg til að skilja sjálfan sig, aðra og þetta tilverustig. Það er mér heiður að styðja þig, er þú stígur skrefin nær þínu sanna sjálfi í gegnum vitund, nánd og orkuflæði nuddsins.

Jónas Þorbergsson
Ég upplifði að ég væri að fara í ferðalag í eigin líkama sem þú leiddir mig í gegnum. Ég fann hvernig líkaminn vaknaði upp gegnum snertinguna og hvernig ýmsar tilfinningar vellíðanar, langanir og þakklæti fyrir eigin líkama fylgdu með.
I have experienced a heightened sensory awareness today of my place in space, smells, touches. Art is flowing from me this day, and I find themes of energy and chakras within.
I think the conversations before and after are very important, and I like very much your attitude -at the same time very humble and confident about what you are doing.
His presence, loving conscious touch, technique and integrity of his attitude are resulting into heavenly experience beyond words.
... ferðalag fullt af trausti, kærleik og nærveru sem þú gafst mér. Einhversstaðar innra með mér er ÉG dansandi og syngjandi. Sálin mín er vöknuð aftur til lífsins, og mig svimar af þessari nýju orku.

Bókanir

Konur frá 18 ára aldri eru velkomnar að bóka tíma í nudd með símtali, textaskilaboðum eða tölvupósti. Vinsamlega lestu spurningar og svör fyrir nánari upplýsingar.
sími 791 7979
jonas@ljosvikingur.is

Verum í sambandi

Skráðu þig á póstlista til að fá einstaka tölvupóst með greinum eða viðburðum tengdum Tantra, tantra nuddi og andlegri sjálfsvinnu.
Nafni eða netfangi þínu verður aldrei dreift til þriðja aðila.
Thank you for signing up.
Oops! Something went wrong while submitting the form.