Upplifðu dásemdir eigin kvenleika
Summer Delight discounts
Áhrif tantra nudds
- Djúpt slökunarástand í núvitund
- Vitundarvakning um öll skynfæri
- Rækt við erótískar upplifanir
- Aukin geta til að upplifa nánd
- Jafnvægi náð í orkukerfi líkamans
- Skref í átt opnunar, ástar og lífskrafts
- Nánari tengsl við eigin kvenleika
Hæ, ég heiti Jónas
Mín trú er sú að við þroskumst sem andlegar verur í gegnum upplifanir þessa lífs. Tilgangur lífsins er sjálfsrækt, að hafa hugrekki til að horfa inn á við og með vitund, takast á við þær áskoranir sem okkur eru sendar. Eftir bestu getu nýti ég þau verkfæri og tileinka mér þau undirstöðuatriði sem Tantrafræðin bjóða upp á. Tantra er mín andlega leið – í blíðu og stríðu.
Ég er menntaður hjá Tantra Temple í Danmörku þar sem ég upplifði allt frá krefjandi persónulegum áskorunum til djúpstæðra andlegra opnana. Þetta rúmlega þriggja ára nám færði mér gjafir vakningar á huga, líkama og sál. Þessu námi líkur aldrei, því í gegnum hvert einasta og einstaka nudd skín spegillinn skært.
Árþúsundagömul tantrísk vísindi eiga vel heima í nútíma samfélagi og að mínu mati nauðsynleg til að skilja sjálfan sig, aðra og þetta tilverustig. Það er mér heiður að styðja þig, er þú stígur skrefin nær þínu sanna sjálfi í gegnum vitund, nánd og orkuflæði nuddsins.